Hvernig veist þú að það er parketlús hjá þér?

Parketlús er mjög lítil eða í kringum 1 mm. að lengd. Líklegasta skýringin á að parketlús er til staðar er að ef parket er lagt í nýbyggingu áður en steypa í gólfi er orðin nægilega þurr þá skapast aðstæður fyrir hana. Að öllum líkindum kemur hún með parketinu og nær að klekjast út ef aðstæður eru þannig.

Ef þú verður var við lítið skordýr og ert ekki viss um hvað það er þá er kannski ráð að skapa smáhristing nálægt því. Ef skordýrið hoppar þá er það einkenni hennar, einnig ef þú reynir að króa hana af þá reynir hún líka að stökkva.

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður, geitungabú, köngulær, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

Ég sló latneska heit skordýrsins á you tube og fann myndbandð að neðan. Skoðið ef þið viljið kostar ekkert.

Dorypteryx domestica

Hvaða pöddur eru algengastar í húsum?

Húsakeppur er einn af pöddunum. Hann finnst m.a. í gróðurhúsum og getur þannig borist inn í hús. Hann er ekkert ósvipaður ranabjöllu en hún á það til að leita inn í hús fólki til armæðu. Þetta eru nokkurs konar fornaldarleg skordýr. Það er gaman að fylgjast með ranabjöllu þegar hún dettur og virðist vera steindauð en er það alls ekki. Ég er ekki viss um að ég gæti lagt mér hana til munns en á visir.is er að finna myndband sem sýnir hvernig á að matreiða skordýr. Sjá hér.

 

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður, geitungabú, köngulær, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

Að neðan er myndband af pöddu gæti verið Húsakeppur en ég þori samt ekki að lofa því vegna þess að talið með myndbandinu er á tékknesku, en sjón er sögu ríkari og kostar ekkert að skoða og fræðast

Opuchlak Truskawkowiec -piękny szkodnik

Má bjóða þér hamgæru að borða?

hamgæra

hamgæra

 Íslandi eru til margar tegundir af skordýrum s.s. hamgæra, silfurskotta, trjákeppur og fl. Talið er að yfir tvær biljónir manna leggi skordýr sér til muns.

Skordýr gætu orðið á matseðlinum hjá fjölda fólks á næstu árum. Nú þegar borða jarðarbúar engisprettur og ýmiskonar skordýr. Á Íslandi er minna um að skordýr séu borðuð en samkvæmt matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna verða skordýr notuð til að fæða fólk sökum þess að matur er af skornum skammti. Lagt er til að bjöllur, fiðrildislirfur og vespur verði á matseðlinum. Til að fræðast betur um hugmyndir að skordýramat, skoðið hér.

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður, geitungabú, köngulær, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

Eru pöddur heima hjá þér?

Silfurskotta

Myndin sýrnir  Silfurskottu

Getur verið að það séu pöddur heima hjá þér? Ef svo er þá er mikilvægt að vita hvaða tegund af pöddu er hjá þér. Algengt er að silfurskotta, hambjalla eða köngulær séu komnar inn. Ef þú finnu pöddu þá getur þú borið hana saman við mynd, en ef þú vilt það ekki eða ert ekki viss um tegund er hægt að láta greina. Í framhaldi af því er hægt að hafa samband við geitunga- og meindýrabanann og fá aðstoð.

 

Silfurskotta, hægt er að eitra fyrir silfurskottu

Silfurskotta, hægt er að eitra fyrir silfurskottu

Ylskottan er önnur tegund en hún er mjög staðbundin og heldur sig gjarnan við 37 gráðurnar. Við réttar aðstæður getur henni fjölgað gríðarlega, hún getur byrjað að verpa eggjum eftir ca. tvo mánuði. Eftir u.þ.b. tvær vikur klekjast eggin út. Ef þið viljið fræðast nánar sjá hér.

 

 
Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður, geitungabú, köngulær, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

Hvað kostar að eitra fyrri silfurskottu?

Silfurskotta

Silfurskotta

Það fer eftir stærð íbúðar. Þegar haft hefur verið samband við meindýrabanann gefur hann þér tilboð. Það er notað eitur sem er blandað saman við vatn. Eitrið er búið til fyrir dýr með kalt blóð þannig að okkur á ekki að vera meint að en alltaf ber að umgangast eitur þannig að það komi sem minnst í snertingu við okkur. Ef rétt er staðið að þrifum eftir eitrun þá virkar eitrið í ca. þrjá mánuði eftir eitrun, en rétt er að taka það fram að silfurskottur geta orðið fimm ára gamlar. Þær eru einungis kvenkyns.

 

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður, geitungabú, köngulær, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

Sumir segja að silfurskottan sé algengust í baðherberginu. Í myndbandinu að neðan er hægt að sjá eina í nærmynd.

Silfurskotta í baðkari.

Hvað þarf að gera áður en eitrað er fyrir silfurskottu?

Silfurskotta

Silfurskotta

Það verður að undirbúa eitrun mjög vel í samráði við meindýra- og geitungabana. Aðstæður eru misjafnar og þarf að kanna vel hvað íbúar t.d. í fjölbýlishúsum vilja gera. Það eru líkur á að ef silfurskotta finnst í einni íbúð þá geti hún allt eins verið í næstu. Best er því og eiginlega nauðsynlegt að eitra alls staðar. Eitrið sem er notað heitir deltametrín (deltamost) og er skaðlaust mönnum. Þegar undirbúningi er lokið er best í samráði við meindýrabanann að eitra íbúð eða íbúð. Þegar eitrað er á enginn annar að vera í íbúðinni en meindýrabaninn. Þegar eitrun er lokið þá er ekki farið inn í íbúð næstu fjórar klst. Ef einhver íbúi er með asma, kona ófrísk eða viðkvæm börn þá ætti að líða sólarhringur. Rétt er að benda á að eitrið virkar í ca. 3 – 4 mánuði fer eftir hvernig þrifum er háttað. Öruggast er að eitra aftur að þeim tíma liðnum þar sem egg geta klakist út og þar með getur þeim fjölgað aftur.

Ef þið farið inn á Youtube og leitið að silfurskottu þá er hægt að sjá þær lifandi. Að neðan er eitt myndband af mörgum ykkur til upplýsingar. Ef þið eruð ekki viss um hvernig silfurskotta lítur út þá sjáið þið það vel í myndbandinu. Þær eru nær blindar (sjá á Vísindavefnum) og geta farið mun hraðar yfir en þið sjáið.

dancing silverfish.

 

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður, geitungabú, köngulær, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

Finnst hættulegasti geitungur í heimi á Íslandi?

vespa-mandarinia

Asískur risageitungur

Hann hefur allavega ekki sést hér á landi a vitað sé. Talið er að asíski risageitungurinn (Vespa mandarinia, e. giant asian hornet) valdi hvað mestum skaða og talið er að á hverju ári deyja um 40 manns af hans völdum. Samt sem áður geta verið aðrar tegundir sem eru hættulegar. Hver man ekki eftir kínversk risageitungunum. Á Vísindavefnum er ágæt umfjöllun um asíska geitunginn. Hægt er að lesa nánar um g

 

 

Kínverskur risageitungur

Kínverskur risageitungur

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður, geitungabú, köngulær, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

 

 

 

 

Að neðan er myndband sem sýnir risageitunginn. Skoðið endilega ef þið hafið tíma, kostar ekkert. Það er einnig ágætt að sjá hvernig hann er í nærmynd

Vespa mandarinia, e. giant asian hornet

 

Hvað eru til margar tegundir af rykmý á Íslandi?

Það hafa verið greindar um 80 tegundir. Rykmýið eða mýflugan er skordýr og eru af ættbálki tvívængna (Diptera)

 

Ef ykkur vantar aðstoð við að fjarlægja starahreiður, geitungabú, köngulær, silfurskottur eða önnur skordýr ekki hika við að hafa samband í síma 6997092 eða senda tölfupóst á 6997092@gmail.com, egill

Ég prófaði að slá inn “Diptera” á youtube og valdi myndbandið að neðan. Það eru mjög góðar myndir sem sýna rykmý. Sjá myndband að neðan.

Canon Macro Photography compilation. Flies / Diptera insects